top of page
Stofnfundur Brimbrettafélags Íslands
January 27, 2021
Stofnfundur BBFÍ var haldinn í húsakynnum Arctic surfers að Eyjaslóð 3. Margmenni var saman kominn og andinn góður í hópnum. Var félagið formlega stofnað og kosinn tímabundinn formaður til að fleyta félaginu úr vör. Skipt var í þrjár nefndir: Fjölmiðlanefnd, Undirskriftarlistanefnd og Umsagnardeild. Skipaðir voru þrír fulltrúar í hverja deild og þeim útdeild verkefni. Hugur var í mönnum og konum um að standa vörð um sameiginlega hagsmuni brimbrettafólks á Íslandi.
Stofnfundur Brimbrettafélags Íslands: News & Updates
bottom of page