top of page

Fréttatilkynning frá Brimbrettafélagi íslands

Framkvæmdir við landfyllingu í Þorlákshöfn hafa verið stöðvaðar

Brimbrettafélag Íslands tilkynnir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi ákveðið að stöðva framkvæmdir við fyrirhugaða landfyllingu við Suðurvararbryggju í Þorlákshöfn til bráðabirgða, meðan úrskurðarnefndin er að safna sér frekari upplýsinga um málið. .

Með bréfi dags. 10. febrúar 2025 lagði Brimbrettafélag Íslands fram kvörtun vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Ölfuss dags. 30. janúar s.l. um að veita framkvæmdaleyfi fyrir landfyllinguna. Krafðist félagið þess að leyfið yrði fellt úr gildi og að framkvæmdir yrðu stöðvaðar á meðan málið er til úrskurðar.

Formaður úrskurðarnefndarinnar, hefur úrskurðað þannig að framkvæmdir við landfyllinguna skulu stöðvaðar til bráðabirgða, enda sé málið á frumstigi ráðs og álit nefndarinnar þarf frekari ráðgjöf og rannsóknar.

Brimbrettafélag Íslands hefur bent á þær alvarlegu afleiðingar sem framkvæmdin mun hafa á brimbrettasvæðið við Þorlákshöfn, einkum Aðalbrotið, sem er einstakt öldusvæði á landsvísu. Í kæru sinni bendir félagið á að þær breytingar sem landfyllingin hefur í för með sér séu óafturkræfar og muni hafa áhrif á umhverfi og útivistarmöguleika í Þorlákshöfn til frambúðar.

Íbúar í Þorlákshöfn eru mjög áhugasöm um framtíð svæðisins og hafa sent inn tilkynningu um undirskriftasöfnun til bæjarstjórnar til að framkvæma íbúakosningu varðandi framkvæmdina og varðveitun útivistarsvæðis.

Brimbrettafélag Íslands fagnar þessari bráðabirgðaákvörðun úrskurðarnefndarinnar og mun halda áfram að vinna að verndun brimbretta svæðisins við Þorlákshöfn.

Nánari upplýsingar veitir Brimbrettafélag Íslands. Dags. 12. febrúar 2025 Brimbrettafélag Íslands

myndir1.jpg
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Brimbrettafélag Íslands. Proudly created with Wix.com

bottom of page