Samþykkir Félagsins
January 20, 2020
1.gr.
Félagið heitir Brimbrettafélag Íslands.
2. gr.
Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna allra brimbrettamanna á Íslandi.
3. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið í samstarfi við yfirvöld vernda brimbrettastaði landsins. Markmið félagsins er að fá helstu brimbrettastaði landsins skráða sem útivistarsvæði á aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélaga. Jafnframt beitir félagið sér fyrir verndun tærleika sjávar við strendur landsins. Öryggismál iðkennda brimbrettastaða landsins skulu einnig höfð í öndvegi. Þá bæði með tilliti til aðgengis að sjó, upplýsinga til iðkennda o.f.l.
4. gr.
Félagsaðild. Allir áhugamenn um brimbrettareið eru velkomnir í félagið. Bæði kyn og allur aldur óháð getu, búnaði og reynslu.
5. gr.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.
6. gr.
Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. ágúst ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar lögð fram
Reikningar lagðir fram til samþykktar
Lagabreytingar
Ákvörðun félagsgjalds
Kosning stjórnar
Önnur mál
7.gr.
Stjórn félagsins skal skipuð 3 félagsmönnum, formanni og 2 meðstjórnendum, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Einnig er heimilt að kjósa allt að 2 varamenn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.
8.gr.
Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi.
9. gr.
Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í verndun surfstaða mennvirkja, stuðla að öryggi iðkennda og verndun sjávar.
10. gr.
Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða..
Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi.
Dagsetning: 27.01.2021.
Staður: Reykjavík
Hér koma undirritanir allra stjórnarmanna.
__________________________________
Steinarr Lár Steinarsson Formaður Kt: 1601794229
__________________________________
Egill Örn Bjarnason Féhirðir kt: 0407825679
__________________________________
Jóhannes Már Gylfason Ritari kt: 2409824129